Yfirborðsflatarmál

Myndirnar sýna hversu auðvelt er að búa til frístandandi ferstrending.

Nemendur eiga oft á tíðum erfitt með það eitt að muna hvernig við finnum flatarmál, hugtök eru og verða alltaf mjög mikilvæg í stærðfræði. Í þessu verkefni hjálpum við nemendum að muna hvað felst í hugtakinu yfirborðsflatarmál. Hlutbundin stærðfræði virðist henta mörgum þegar kemur að því að efla hugtakaskilning sinn.

Það sem þarf að gera í verkefninu:

  • Búa til ferstrending helst frístandandi (sjá stutta mynd fyrir neðan)
  • Nemendur reikna flatarmál allra hliða strendingsins
  • Nemendur leggja flatarmál allra hliðanna saman og finna yfirborðsflatarmál
  • Útskýra hvernig yfirborðsflatarmálið var fundið með eigin orðum
    (eða með því að sýna kennara og samnemendum inn í veröldinni með stuttri mynd).

Þetta verkefni er því mjög auðvelt í uppsettningu og ætti alls ekki að taka mikinn tíma, það góða við verkefnið er að hugtakið yfirborðsflatarmál er nú sýnilegt og nemendur tengja vonandi við það.

 


Nemendur mega gera sína eigin strendinga og reikna yfirborðsflatarmál þeirra, hér sérðu stutta mynd af nemanda búa til ferstrending.