Einfalt verkefni þar sem unnið er með hugtakið tíðasta gildi. Nemendur geta haldið áfram að vinna með sama vegg og þeir notuðu í Skotsvæðinu eða búið til nýjan vegg með X mörgum kubbum og litum. Kennari gefur fyrirmæli um hversu marga kubba á að nota í vegginn eða leyfir nemendum að hanna sinn eigin vegg. Gaman er að bera niðurstöður nemenda saman og búa til myndrit út frá niðurstöðum.
Það sem þarf að gera í verkefninu:
Fyrirmæli kennara:
- Kennari gefur til kynna hversu margir kubbar eiga að vera í veggnum
- Kennari velur fjölda lita af kubbum
- Nemendur búa til vegg með ofangreindum fyrirmælum
- Nemendur búa til súlu fyrir hvern lit (súlurit)
- Nemendur finna tíðasta gildi
Eigin hönnun nemanda:
- Nemandi velur fjölda kubba sem eiga að vera í veggnum
- Nemandi velur fjölda lita á kubbum
- Nemendi hannar sinn eiginn vegg
- Namandi býr til súlur fyrir hvern lit (súlurit)
- Nemandi finnur tíðasta gildi
Hægt er að útfæra dæmin á allskonar hátt, tökum sem dæmi ef nemendur myndu gera könnun um skóstærð nemenda í 8. – 9. bekk þá myndu þeir gefa hverri skóstærð ákveðin lit (t.d skóstærð 38 væri gulur kubbur, skóstærð 39 væri blár kubbur o.s.frv.). Nemendur færu svo í það að safna upplýsingum um skóstærð nemenda. Nemendur vinna svo úr niðurstöðum í Minecraft og setja upp súlurit til að finna tíðasta gildi.
Skemmtilegt verkefni sem hægt er að fara lengra með í hvert skipti sem það er framkvæmt.
Hér að ofan sést hvernig nemendur skila niðurstöðum á fjölbreyttan hátt.