Rúmmál, flatarmál og sköpun

Fjölbreytt verkefni þar sem nemendur vinna með marga þætti stærðfræðinnar auk þess er verkefnið mjög góð leið til þess að auka samvinnu nemenda. Verkefnið er unnið í 3-5 manna hópum. Það er gott að hafa það í huga, ef nemandi er óvanur að spila Minecraft er æskilegt að setja þann óvana með vönum spilurum. Óvani nemandinn lærir mikið af samnemendum sínum.

Nemendur fá fyrirmæli um að búa til lítið þorp.

Í þorpinu þarf að minnsta kosti að vera:

 • 3 hús
 • götur milli húsa
 • ljósastaurar
 • leikgarður fyrir börn
 • 5 stór tré
 • á sem rennur í gegnum þorpið
 • brú yfir ánna
 • Ræktunargarður sem er að minnsta kosti 10 fermetrar
 • Nemendur mega ráða því sem bætist við og gaman er að  láta hugmyndaflugið ná tökum á sér.


Hópurinn þarf að skila:

 • Rúmmáli á þremur byggingum
 • Flatarmáli á þremur byggingum
 • Yfirborðsflatarmáli á þremur byggingum
 • Mæla þarf lengd götunnar og finna flatarmál hennar
 • Nemendur gefa þorpinu nafn sem lýsir því vel.
 • Auk þess þarf hópuinn að skila 5–10 stærfræðilegum staðreyndum um þorpið.
 • Mikilvægt er að allir hópmeðlimir taki þátt og vinni vel saman sem ein heild.

Stærðfræðilegu staðreyndirnar geta verið mjög skemmtilegar og gaman er að hvetja nemendur til að vinna þær vel og reyna að brydda upp á fjölbreyttum staðreyndum um þorpið.

Dæmi um staðreynd: Í þorpinu eru lestarteinar sem fara í hring í kringum. Ef maður ferðast með lestinni er maður 47 sek. allan hringinn ef maður fer hinsvegar fótgangandi er maður 1 mín og 16 sek.

Önnur staðreynd sem er skemmtileg frá nemendum: Það eru 100 sólarsellur á húsum þorpsins, hver sólarsella hefur 6 hringi. Hringirnir eru því 600 samtals.

Gott er að gefa nemendum að minnsta kosti sex kennslustundir í verkefnið. Nemendur kynna svo niðurstöður sínar í veröldinni með því að tengja spjaldtölvuna við skjávarpa og fljúga um veröldina og sýna hvað þau hafa gert. Gott er að minna nemendur á að skrifa niðurstöðurnar á skilti eins og sést á myndinni hér fyrir neðan. Endalaust er hægt að bæta við þetta verkefni, kennarar og nemendur vinna vel saman í því að gera verkefnið stærra og skemmtilegra.

Hérna er hægt að finna matsblað sem bæði kennarar og nemendur geta notað.
Matsblað: matsblað

Nemendur skrifa niðurstöður á skilti:

Niðurstöður kynntar á skiltum

Hérna er stutt mynd sem sýnir kynningu nemenda.