Mynstur í Minecraft

IMG_0266
Myndin sýnir hvernig 3 nemendur unnu mynstur í Minecraft

Verkefnið Mynstur í Minecraft er auðvelt í uppsettningu og ættu ungir sem aldnir að hafa gaman að því að búa til mynstur. Í aðalnámskrá grunnskóla segir að „Stærðfræðin hefur líka sína eigin fagurfræði, sem nemendur þurfa að fá tækifæri til að kynnast, með því að fást við stærðfræðileg mynstur, form, tengsl og röksemdafærslur frá ólíkum sjónarhornum.“ Verkefni sem þetta gefur nemendum án efa kost á því að kynnast mynstrum og formum frá ólíkum sjónarhornum.

 

Nemendur vinna í 2-4 manna hópum í sömu veröldinni, hver og einn býr til mynstur á opnu svæði. Nemendur þurfa svo að endurgera mynstrið sem hinir nemendurnir gerðu. Það fer eftir aldri nemenda hversu flókin munstrin verða. Stundum reynist nemendum erfitt að brjóta ísinn og búa til mynstur, þá gæti verið gott að kennarinn byrji að hanna mynstur svo nemendur komist á lagið.

Það sem þarf að gera í verkefninu:
• Nemendur búa til mynstur í Minecraft veröld
• Nemendur finna sér góðan stað og gera öll mynstrin á sama stað

Gerðu verkefnið stærra og fjölbreyttara
Það getur verið gaman að leyfa nemendum að skoða mynstur á internetinu og reyna að endurgera þau í Minecraft. Einnig er mikið af mynstrum í stærðfræðibókum á yngsta stigi sem má gera eftir.

Hægt er að ýta á myndirnar til að stækka þær