Hraði og mælingar

Nemendur hafa gaman að því að keppa við hvort annað í leikjum. Þetta verkefni býður upp á keppni og mælingar. Í verkefninu er ætlast til að nemendur búi til keppnisbraut svipaða og sést á myndunum hér að ofan. Verkefnið gengur út á það að nemendur labba, hlaupa eða keyra í kerru (e. cart) í brautinni sem nemendur bjuggu til. Tími er tekinn á því hversu lengi nemandinn er að fara brautina með þessum þremur aðferðum (labba, hlaupa og keyra).

Það sem þarf að gera í verkefninu:

  • Búa til braut með lestarteinum
  • ákveða byrjun og endir á brautinni
  • mæla lengd brautarinnar
  • taka tímann á þremur aðferðunum (labba, hlaupa og keyra)
  • skoða niðurstöður

Hafa þarf í huga að kubbur (e. block) er einn meter á lengd.
Nemendur nota skeiðklukku við tímatöku í brautinni og skrá tímann nákvæmlega.
Nemendur finna hversu hratt var farið í metrum á sekúndu (m/s) með hraðaformúlunni:
hraði = vegalengd/tími

Það er tilvalið að breyta úr m/s í km/klst í lok verkefnissins, þannig skynja nemendur hraðann örlítið betur og geta borið saman við bíla, flugvélar og fleira.