Jarðskjálfti í Perú

Í nótt gerðist hræðilegur atburður. Jarðskjálfti upp á 7,8 á Richter varð í grend við fjallaþorpi í Perú, 10 manns er ennþá saknað. Við höfum fengið stærðfræðidæmi sem leiða okkur að staðsetningu fólksins (sjá frekari lýsingu neðar). Verkefnið okkar er að bjarga þorpsbúum upp úr holunum. Þegar við höfum bjargað öllum, ætlum við að hjálpa til að endurbyggja þorpið þeirra.

 • Hérna fyrir neðan er kort af þorpinu, notaðu það til að staðsetja týnda fólkið og finna fólkið í holunum.
 • Æskilegt er að hafa tvo til fjóra saman í hóp.
 • Til þess að fá fjallaþorpið (Veröldina) gerir þú eftirfarandi.

Þú ferð í New game -> ýtir á Advanced (upp í hægra horninu) -> stimplar svo inn -94440 í seed-dálkinn -> Svo ýtir þú á Create World. Sjá mynd fyrir neðan.

veröld
Mundu að slá inn Seed-númerinu
Jarðskjálfti í Perú - map
Þorpið í Perú – nemendur staðsetja fólk með þessu korti

Það sem þarf að gera í verkefninu:

 • Staðsetja fólk á kortið og á sama stað í Minecraft leiknum sjálfum
 • Búa til stærðfræðidæmi sem leiða nemendur að hnitinu
 • Brenna og brjóta hús í þorpinu – svo það líti út eins og jarðskjálfti hafi orðið
 • Hóparnir skiptast á blöðum og veröldum
 • Reiknaðu dæmin sem eru á blaðinu
 • Finndu hnitin
 • Bjargaðu fólkinu upp úr holunum
 • Hjálpaðu til við að endurbyggja þorpið
 • Prentaðu kortið út fyrir nemendur og stækkaðu að vild

Gott er að hafa í huga og leiðbeina nemendum

 • Að hafa alltaf jafn stóra holur sem fólkið „týnist” í
 • Að hafa grasker eða ljós ofan í holunni
 • Ekki sprengja þegar þú leitar af fólki það gæti drepið fólkið
 • Ekki gera dæmin of auðveld – kennari leiðbeinir í gegnum þann hluta
 • Sá nemandi sem skapaði veröldina þarf að opna veröldina í sínu tæki svo dæmin,  hnitin og staðsetningar passi saman. Nemendur þurfa að opna veröldina í sama tæki og hún var búin til í byrjun.

Dæmi: Hópur eitt fær iPad númer fjögur og býr til stærðfræðidæmi og staðsetur týnda fólkið út frá lausnum þeirra. Þegar því er lokið fær hópur tvö iPad númer fjögur og dæmablað frá hóp eitt. Hópur tvö þarf að leysa dæmin til þess að fá hnitin með staðsetningu fólksins.

Myndir frá jarðskjálftasvæðinu

Gerðu verkefnið stærra
Hægt er að leyfa nemendum að finna flottar veraldir og búa til kort með hnitakerfi. Nemendur vita oftast meira um hvar flottar veraldir er að finna. Nemendur búa til dæmi úr því sem unnið er með til dæmis prósentur, hlutföll, algebru, margföldun, deilingu, samlagningu, frádrátt og jöfnur svo eitthvað sé nefnt.

Frjálsræðið er algjört í þessu skemmtilega verkefni. Einnig er hægt að samþætta verkefnið við sögu, samfélagsfræði, íslensku, ensku, dönsku og fleira. Nemendur upplifa sig sem hjálparsveit og geta skrifað greinar og umfjallanir um starf sitt í fjallaþorpinu í Perú.