Um vefinn

Þá fer vinna við vefinn loksins að fara af stað. Vefurinn mun vera partur af M.Ed lokaverkefni Gunnlaugs. Fylgist endilega með á næstu vikum/mánuðum.

 

 

 

Á þessum vef er fjallað um Minecraft í stærðfræði. Höfundar hans eru að þróa sig áfram í Minecraft og reyna að tengja leikinn við stærðfræði í námi og kennslu í grunnskóla. Minecraft er leikur sem líkist LEGO þar sem notendur byggja með kubbum (e. blocks). Verkefnin eru almennt unnin í Skapandi heimi (e. Creative mode) en þar er hægt að skapa nánast hvað sem er. Leikinn má líka leika í Raunverulegum heimi (e. Survival mode) en þar þurfa nemendur að safna trjám, mat og öðrum nauðsynjum til þess að lifa af. Fullbúin útgáfa af leiknum kom út 18. nóvember 2011 og í dag spila um 100 milljónir manna þennan leik. Árið 2013 var Minecraft mest selda smáforritið til nota í iPad og iPhone (Menachem Wecker, 2014).

Þessi vefur er eins konar hugmyndabanki eða safn af kennsluhugmyndum fyrir kennara sem vilja leggja fyrir verkefni í Minecraft í kennslustofum landsins.  Á næstu mánuðum munu verkefnum fjölga á síðunni, drög að safninu, sem við nefnum Minecraft í námi og kennslu – stærðfræði verkefni, eru tilbúin nú þegar og nokkrir kennarar vítt og breitt um landið hafa þegar lagt verkefni fyrir nemendur sína. 

Höfundur verkefnabókarinnar er Gunnlaugur Smárason, kennari í Grunnskólanum í Stykkishólmi, en Steinunn Alva Lárusdóttir, unnusta hans, vinnur ásamt honum að uppsetningu á bókinni. Verkefnabókin er ennþá í þróun og eru allar ábendingar eða uppástungur þegnar.

Ef þú, notandi góður, hefur hugmynd fyrir okkur að verkefni, endilega hafðu samband við mig á smarason83@gmail.com. Einnig væri gaman að fá að heyra frá kennurum hvernig þeim líst á verkefnin. Höfundur vefsins notar spjaldtölvur við spilun leiksins og getur því aðeins notast við fimm manna hópa að mestu. Minecraft vasaútgáfan (e. Pocket edition) býður aðeins upp á að fimm spili í sömu veröldinni hvert sinn. Ef leikurinn er spilaður í tölvu geta heilu bekkirnir spilað saman. 

Skoðaðu Minecraftedu  á slóðinni www.minecraftedu.net ef þú hefur áhuga á því að bæta við þig hugmyndum og sjáðu hvernig kennarar víðs vegar um heiminn nota Minecraft í kennslu.

Virðingarfyllst,

Gunnlaugur Smárason

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s