Menntamiðja og samfélagsmiðlar í námi og starfsþróun

IMG_0056

Þessi síða mun vera notuð í áfanganum menntamiðja og samfélagsmiðlar í námi og starfsþróun sem er valnámskeið í M.Ed gráðunni minni við HÍ.

Ég er hérna að búa til samfélag þar sem kennarar geta nýtt sér hugmyndir um hvernig er hægt að nota Minecraft í stærðfræðikennslu. Vefurinn verður partur af lokaverkefni áfangans.

Á vefnum munu kennarar geta skoðað fjölbreytt verkefni sem og deilt verkefnum til annara kennara.

Stærðfræðikennsla er að breytast mikið og er samfélagið gott fyrir kennara að sjá hvað aðrir eru að gera í sinni kennslu og starfsþróun.

 

Minecraft í kennslu

Ég hef verið að þróa kennsluna mína sem stærðfræðikennari á elsta stigi grunnskóla og verkefnasafnið sem hér birtist, verkefnabókin, eins og ég kýs að kalla safnið, er kærkomin viðbót við annað efni sem ég hef verið að nota. Á næstu mánuðum og misserum munu fleiri verkefni birtast hér á vefnum. Nú þegar eru drög að bókinni tilbúin og nokkrir kennarar víðs vegar um landið farnir að prófa sig áfram með þau.

Vefurinn er ennþá í þróun og var settur upp fyrir áfangann Hönnun námsefnis og stafræn miðlun á Menntavísindasviði Háskóla Íslands.

Verkefnið hefur fengið ágætis umfjöllun á vef Skólavörðunnar, tímarits kennara og höfundur bókarinnar hefur fjallað um verkefnið á Menntabúðum Vesturlands en fjölmargir kennarar sækja þær. Almennur áhugi virðist vera fyrir bókinni og kennsluaðferðinni

cropped-forsc3adc3b0a2.png