Þessi síða mun vera notuð í áfanganum menntamiðja og samfélagsmiðlar í námi og starfsþróun sem er valnámskeið í M.Ed gráðunni minni við HÍ.
Ég er hérna að búa til samfélag þar sem kennarar geta nýtt sér hugmyndir um hvernig er hægt að nota Minecraft í stærðfræðikennslu. Vefurinn verður partur af lokaverkefni áfangans.
Á vefnum munu kennarar geta skoðað fjölbreytt verkefni sem og deilt verkefnum til annara kennara.
Stærðfræðikennsla er að breytast mikið og er samfélagið gott fyrir kennara að sjá hvað aðrir eru að gera í sinni kennslu og starfsþróun.